Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 12:23 Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi. Vísir/vilhelm Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08
Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23