Búast við því að fleiri séu smitaðir Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 22:38 Leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveirusmit í dag. Vísir/Getty Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur þar greindist með kórónuveirusmit. Aðeins eitt smit greindist í vor á heilsugæslunni í Ólafsvík og þurftu fáir í sóttkví vegna þess. Í dag var greint frá því að leikmaður Víkings í Ólafsvík hefði greinst með veiruna eftir að grunur vaknaði um smit í gær. Allir leikmenn voru því sendir í skoðun. „Nú er ljóst að faraldurinn hefur ekki gengið yfir eins og við höfðum öll vonað og engin leið að segja til um framhaldið. Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum,“ segir í tilkynningu frá Snæfellsbæ. Eftir að einstaklingurinn greindist með veiruna hefur smitrakningarferli verið sett af stað og mun rakningarteymi hafa samband við þá sem hafa verið í samskiptum við viðkomandi og gætu þurft í sóttkví. Smitrakningu er þó ekki lokið vegna anna hjá smitrakningarteyminu og hafa sumarstarfsmenn í bæjarvinnunni verið beðnir um að halda sig til hlés. Snæfellsbær biður fólk að hlýða þeim fyrirmælum sem koma frá sérfræðingum í þeim efnum. „Við ítrekum og áréttum aftur mikilvægi þess að íbúar haldi áfram að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og rétt að minna íbúa á að fylgjast vel með fréttaflutningi og öðrum tilkynningum frá Snæfellsbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Snæfellsbær Tengdar fréttir Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. 31. júlí 2020 19:30 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur þar greindist með kórónuveirusmit. Aðeins eitt smit greindist í vor á heilsugæslunni í Ólafsvík og þurftu fáir í sóttkví vegna þess. Í dag var greint frá því að leikmaður Víkings í Ólafsvík hefði greinst með veiruna eftir að grunur vaknaði um smit í gær. Allir leikmenn voru því sendir í skoðun. „Nú er ljóst að faraldurinn hefur ekki gengið yfir eins og við höfðum öll vonað og engin leið að segja til um framhaldið. Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum,“ segir í tilkynningu frá Snæfellsbæ. Eftir að einstaklingurinn greindist með veiruna hefur smitrakningarferli verið sett af stað og mun rakningarteymi hafa samband við þá sem hafa verið í samskiptum við viðkomandi og gætu þurft í sóttkví. Smitrakningu er þó ekki lokið vegna anna hjá smitrakningarteyminu og hafa sumarstarfsmenn í bæjarvinnunni verið beðnir um að halda sig til hlés. Snæfellsbær biður fólk að hlýða þeim fyrirmælum sem koma frá sérfræðingum í þeim efnum. „Við ítrekum og áréttum aftur mikilvægi þess að íbúar haldi áfram að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og rétt að minna íbúa á að fylgjast vel með fréttaflutningi og öðrum tilkynningum frá Snæfellsbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Snæfellsbær Tengdar fréttir Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. 31. júlí 2020 19:30 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. 31. júlí 2020 19:30
Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23