Hátíðleg en lágstemmd athöfn við innsetningu forseta Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 10:36 Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi. Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01