Ráðherra sagður hafa ýjað að dómgreindarbresti Ágústu Johnson Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 13:43 Kafli úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar var birtur í dag. Vísir/Vilhelm Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52