Synti án nærfata í Gjánni í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2020 21:04 Barbara Olguins frá Hellu, sem skellti sér í sund í Gjánni í öllum fötunum og sagði það hafa verið æðislegt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira