Öld frá stofnun öflugrar bókaverslunar á Ísafirði Heimir Már Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 19:09 Stórhýsi Bókaverslunar Jónasar Tómassonar var byggt við Silfurtorg á árunum 1922 til 1928. Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar Þess var minnst með opnun sýningar á Ísafirði í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson síðar tónskáld hóf verslun með bækur á Ísafirði. Hann byggði skömmu síðar eina veglegustu byggingu bæjarins þar sem enn er rekin bókaverslun og varð einn helsti menningarfrömuður Ísafjarðar. Jónas Tómasson fluttist fátækur sveitarpiltur rétt um tvítugt til Ísafjarðar um aldamótin 1900. Hann lærði á orgel einn vetur í Reykjavík og spilaði á það auk þess sem hann var söngstjóri og mikill áhugamaður um öll félagsmál í bænum. Gunnlaugur Jónasson sonur hans segir að tuttugu árum eftir komuna til bæjarins hafi faðir hans fest kaup á lítilli bókaverslun við Aðalstræti. Jónas Tómasson var mikill áhugamaður um félagsmál og tónlist. Var tónskáld og organisti í Ísfjarðarkirkju í 50 ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. „Svona hálfgert bakhús. Þar verslaði hann í sjö átta ár og réðst svo í að byggja stórhýsið við Silfurtorg. Húsið Hafnarstræti 2 sem hefur alla tíð verið mjög áberandi bygging í miðbæ Ísafjarðar. Þar var bókaverslunin til staðar og reyndar rekin þar bókaverslun enn þann daginn í dag.,“ segir Gunnlaugur. Jónas var alla tíð einn helstu menningarfrömuða bæjarins ekki minnst í tónlistinni eins og margir afkomenda hans, ekki síst sá sem tók við rekstrinum af honum. Gunnlaugur sonur Jónasar var aðeins um tvítugt þegar hann tók við rekstrinum af föður sínum og rak verslunina í rúm fjörtíu ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Þegar hann var orðinn sjötugur þá tók sonur hans við rúmlega tvítugur að aldri. Nefninlega ég sjálfur þá nýkominn úr skóla, hann var farinn að lýast á þessu, og rak þessa verslun í rúmlega fjörtíu ár þegar sonur minn tók við. Þessi bókaverslun Jónasar Tómassonar var rekin í 86 ár,“ segir Gunnlaugur. En það sést ekki á Gunnlaugi að hann varð 90 ára á þessu ár og rennir sér enn fimlega á gönguskíðum eins og hann hefur gert öll sín ár. Hann segir tímana breytta og erfitt fyrir smáverslanir á landsbyggðinni að spjara sig en fyrir um áratug tók Pennin Eymundsson við versluninni. Árið 1960. Kynsóðum saman hafa Ísfirðingar keypt bækur, blöð, tímarit og gjafavörur í versluninni sem um tíma seldi einnig hljóðfæri og síðar var stofnað dótturfyrirtæki með íþróttavörur. Enda hefur fjölskyldan alltaf haft mikinn áhuga á útivist. Þarna sést meðal annarra Geirþrúður Charlesdóttir vinstra meginn við baksvip Gunnlaugs en hún vann í versluninni árum saman.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísafjörður þá þegar orðinn mikill menningarbær með tónlistarskóla, leikhúsi, öflugri verslun og fjörugri pólitík. Fyrir utan að vera organisti í kirkjunni í fimmtíu ár var Jónas einnig tónskáld og áhugamaður um útivist. Svona var umhorfs í Bókaverslun Jónasar Tómassonar árið 1929Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Stofnandinn var músíkant. Hann flutti inn hljóðfæri. Seldi orgel strax eiginlega í upphafi síns tíma með búðina og fleiri hljóðfæri. Strengjahljóðfæri og eitt og annað. Þegar ég tók við komu ný áhugamál. Það var náttúrlega haldið áfram með hljóðfæri og nótur, talsvert mikið flutt inn. Svo hafði maður áhuga á útivist og fór að versla með ýmis konar útivistarvörur,“ segir Gunnlaugur. Menning Ísafjarðarbær Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Þess var minnst með opnun sýningar á Ísafirði í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson síðar tónskáld hóf verslun með bækur á Ísafirði. Hann byggði skömmu síðar eina veglegustu byggingu bæjarins þar sem enn er rekin bókaverslun og varð einn helsti menningarfrömuður Ísafjarðar. Jónas Tómasson fluttist fátækur sveitarpiltur rétt um tvítugt til Ísafjarðar um aldamótin 1900. Hann lærði á orgel einn vetur í Reykjavík og spilaði á það auk þess sem hann var söngstjóri og mikill áhugamaður um öll félagsmál í bænum. Gunnlaugur Jónasson sonur hans segir að tuttugu árum eftir komuna til bæjarins hafi faðir hans fest kaup á lítilli bókaverslun við Aðalstræti. Jónas Tómasson var mikill áhugamaður um félagsmál og tónlist. Var tónskáld og organisti í Ísfjarðarkirkju í 50 ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. „Svona hálfgert bakhús. Þar verslaði hann í sjö átta ár og réðst svo í að byggja stórhýsið við Silfurtorg. Húsið Hafnarstræti 2 sem hefur alla tíð verið mjög áberandi bygging í miðbæ Ísafjarðar. Þar var bókaverslunin til staðar og reyndar rekin þar bókaverslun enn þann daginn í dag.,“ segir Gunnlaugur. Jónas var alla tíð einn helstu menningarfrömuða bæjarins ekki minnst í tónlistinni eins og margir afkomenda hans, ekki síst sá sem tók við rekstrinum af honum. Gunnlaugur sonur Jónasar var aðeins um tvítugt þegar hann tók við rekstrinum af föður sínum og rak verslunina í rúm fjörtíu ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Þegar hann var orðinn sjötugur þá tók sonur hans við rúmlega tvítugur að aldri. Nefninlega ég sjálfur þá nýkominn úr skóla, hann var farinn að lýast á þessu, og rak þessa verslun í rúmlega fjörtíu ár þegar sonur minn tók við. Þessi bókaverslun Jónasar Tómassonar var rekin í 86 ár,“ segir Gunnlaugur. En það sést ekki á Gunnlaugi að hann varð 90 ára á þessu ár og rennir sér enn fimlega á gönguskíðum eins og hann hefur gert öll sín ár. Hann segir tímana breytta og erfitt fyrir smáverslanir á landsbyggðinni að spjara sig en fyrir um áratug tók Pennin Eymundsson við versluninni. Árið 1960. Kynsóðum saman hafa Ísfirðingar keypt bækur, blöð, tímarit og gjafavörur í versluninni sem um tíma seldi einnig hljóðfæri og síðar var stofnað dótturfyrirtæki með íþróttavörur. Enda hefur fjölskyldan alltaf haft mikinn áhuga á útivist. Þarna sést meðal annarra Geirþrúður Charlesdóttir vinstra meginn við baksvip Gunnlaugs en hún vann í versluninni árum saman.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísafjörður þá þegar orðinn mikill menningarbær með tónlistarskóla, leikhúsi, öflugri verslun og fjörugri pólitík. Fyrir utan að vera organisti í kirkjunni í fimmtíu ár var Jónas einnig tónskáld og áhugamaður um útivist. Svona var umhorfs í Bókaverslun Jónasar Tómassonar árið 1929Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Stofnandinn var músíkant. Hann flutti inn hljóðfæri. Seldi orgel strax eiginlega í upphafi síns tíma með búðina og fleiri hljóðfæri. Strengjahljóðfæri og eitt og annað. Þegar ég tók við komu ný áhugamál. Það var náttúrlega haldið áfram með hljóðfæri og nótur, talsvert mikið flutt inn. Svo hafði maður áhuga á útivist og fór að versla með ýmis konar útivistarvörur,“ segir Gunnlaugur.
Menning Ísafjarðarbær Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira