Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 15:50 Þrífa þurfti upp blóð og 25 sprautunálar. Facebook Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira