Litla húsið úr þrívíddarprentaranum Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 11:00 Hús byggt með þrívíddarprentara. Það hljómar kannski ótrúlega en á dögunum var heilt hús byggt með sex metra háum þrívíddarprentara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það tók þrívíddarprentarann um sólahring að prenta það sem til þurfti en um 80% af húsinu er búið til með prentaranum. Einstaka hlutir bættust síðan við frá öðrum birgjum. Það voru gluggar, pípulagnir, einstaka raflagnir og klæðningin á baðherbergi hússins. Kostnaður húsa sem reist eru með þessum hætti er sagður tæplega helmingi lægri en kostnaður ætti að vera fyrir sambærilegt hús í Bandaríkjunum. Framleiðandi hússins er nýsköpunarfyrirtækið Mighty Buildings sem er um tveggja ára gamalt. Það hefur sérhæft sig í þróun þrívíddarprentara til að reisa hús í mismunandi stærðum. Minnstu húsin eru stúdeó íbúðir en stærstu húsin eru með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Verð húsanna eru frá 16 – 30 milljónir íslenskra króna og innifelur verð öll leyfisgjöld, flutning á lóð og fleira. Þá stefnir fyrirtækið á að geta þrívíddarprentað ýmsar einingar og hluti fyrir fjölbýlishús. Í viðtali við FastCompany segir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Mighty Buildings að galdurinn við þrívíddarhúsin felist í að búa til prentara sem ráði við helstu liði húsbygginga, s.s. veggi, gólf eða loft. Þegar þeirri tækni er náð er eftirleikurinn auðveldur. Í Kaliforníu sárvantar smiði og byggingaverktaka og því horfa menn nú til þess að þrívíddarhús muni mæta þeirri manneklu. Húsnæðisþörfin í fylkingu er mikil því samkvæmt skýrslu McKinsey frá árinu 2016 þarf fylkið að byggja 3,5 milljónir húsa fyrir árið 2025 sem sagt er langt frá raunveruleikanum miðað við síðustu ár. Mighty Buildings er ekki eina fyrirtækið í heiminum sem þegar hefur reist hús með tilkomu þrívíddarprentara. Í Mexíkó stendur til dæmis yfir verkefni þar sem ætlunin er að reisa heilt hverfi með þrívíddarprentuðum húsum. Nýsköpun Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það hljómar kannski ótrúlega en á dögunum var heilt hús byggt með sex metra háum þrívíddarprentara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það tók þrívíddarprentarann um sólahring að prenta það sem til þurfti en um 80% af húsinu er búið til með prentaranum. Einstaka hlutir bættust síðan við frá öðrum birgjum. Það voru gluggar, pípulagnir, einstaka raflagnir og klæðningin á baðherbergi hússins. Kostnaður húsa sem reist eru með þessum hætti er sagður tæplega helmingi lægri en kostnaður ætti að vera fyrir sambærilegt hús í Bandaríkjunum. Framleiðandi hússins er nýsköpunarfyrirtækið Mighty Buildings sem er um tveggja ára gamalt. Það hefur sérhæft sig í þróun þrívíddarprentara til að reisa hús í mismunandi stærðum. Minnstu húsin eru stúdeó íbúðir en stærstu húsin eru með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Verð húsanna eru frá 16 – 30 milljónir íslenskra króna og innifelur verð öll leyfisgjöld, flutning á lóð og fleira. Þá stefnir fyrirtækið á að geta þrívíddarprentað ýmsar einingar og hluti fyrir fjölbýlishús. Í viðtali við FastCompany segir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Mighty Buildings að galdurinn við þrívíddarhúsin felist í að búa til prentara sem ráði við helstu liði húsbygginga, s.s. veggi, gólf eða loft. Þegar þeirri tækni er náð er eftirleikurinn auðveldur. Í Kaliforníu sárvantar smiði og byggingaverktaka og því horfa menn nú til þess að þrívíddarhús muni mæta þeirri manneklu. Húsnæðisþörfin í fylkingu er mikil því samkvæmt skýrslu McKinsey frá árinu 2016 þarf fylkið að byggja 3,5 milljónir húsa fyrir árið 2025 sem sagt er langt frá raunveruleikanum miðað við síðustu ár. Mighty Buildings er ekki eina fyrirtækið í heiminum sem þegar hefur reist hús með tilkomu þrívíddarprentara. Í Mexíkó stendur til dæmis yfir verkefni þar sem ætlunin er að reisa heilt hverfi með þrívíddarprentuðum húsum.
Nýsköpun Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira