Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 7. ágúst 2020 13:32 Íslendingar þurfa að nýju að sæta sóttkví við komuna til Lettlands og Eistlands. Getty/Ullstein Bild Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum. Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum.
Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent