Guðni Bergsson: Staðan versnað síðan við sóttum um undanþágu Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. skjáskot/stöð2 Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan. KSÍ Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
KSÍ Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira