Magnaðar endurkomur á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni | Tekst Chelsea hið ótrúlega í kvöld? Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 10:45 Rashford fagnar eftir ævintýrið í París í fyrra. getty/Ian MacNicol Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira