Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:30 Streymt verður frá viðburðinum. Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira