Um 150 eftirskjálftar fylgdu skjálftanum sem reið yfir norður af landinu í nótt: Íbúi segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 13:00 Siglufjörður. Um 150 smáskjálftar hafa fylgt jarðskjálfta af stærðinni 4,6 sem reið yfir norður af landinu um þrjú leytið í nótt. Íbúi á Siglufirði segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð um ellefu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. Tíu mínútum síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum 3,7 að stærð. Geirþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum fengið tilkynningar víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði um að þessi stóri hafi fundist og síðan þá eru komnir um það bil 150 jarðskjálftar á þessu svæði,“ sagði Geirþrúður. Þeir séu flestir smáskjálftar. „Við fáum svona hrinur annað slagið og það er yfirleitt talsverð virkni úti fyrir norðurlandi og það eru annað slagið hrynur út frá Gjögurtá og það kom þarna í júní en síðan um 20 júní eru um tíu skjálftar sem hafa verið á þessu svæði sem eru um og yfir 4 á stærð,“ sagði Geirþrúður. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði vaknaði við skjálftann í nótt. Róbert Guðfinnsson fann vel fyrir skjálftanum í nótt.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þetta var svolítið högg en menn hafa fengið nokkur svona högg áður í vetur og þetta er eitthvað sem menn verða að lifa við,“ sagði Róbert. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt tjón á svæðinu. „Ég hef ekki heyrt af neinum ótta en að sjálfsögðu bregður fólki, þetta er eitthvað sem maður venst ekki en menn læra að lifa með þessu,“ sagði hann. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Um 150 smáskjálftar hafa fylgt jarðskjálfta af stærðinni 4,6 sem reið yfir norður af landinu um þrjú leytið í nótt. Íbúi á Siglufirði segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð um ellefu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. Tíu mínútum síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum 3,7 að stærð. Geirþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum fengið tilkynningar víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði um að þessi stóri hafi fundist og síðan þá eru komnir um það bil 150 jarðskjálftar á þessu svæði,“ sagði Geirþrúður. Þeir séu flestir smáskjálftar. „Við fáum svona hrinur annað slagið og það er yfirleitt talsverð virkni úti fyrir norðurlandi og það eru annað slagið hrynur út frá Gjögurtá og það kom þarna í júní en síðan um 20 júní eru um tíu skjálftar sem hafa verið á þessu svæði sem eru um og yfir 4 á stærð,“ sagði Geirþrúður. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði vaknaði við skjálftann í nótt. Róbert Guðfinnsson fann vel fyrir skjálftanum í nótt.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þetta var svolítið högg en menn hafa fengið nokkur svona högg áður í vetur og þetta er eitthvað sem menn verða að lifa við,“ sagði Róbert. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt tjón á svæðinu. „Ég hef ekki heyrt af neinum ótta en að sjálfsögðu bregður fólki, þetta er eitthvað sem maður venst ekki en menn læra að lifa með þessu,“ sagði hann.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11