Tiger telur sig vera að renna út á tíma með að jafna met Nicklaus Ísak Hallmundarson skrifar 9. ágúst 2020 12:45 Tiger á hringnum í gær. getty/Jamie Squire Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira