Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:00 158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir stöðuna úti skelfilega. „Þriðjungur íbúa Líbanon er flóttafólk sem hefur búið í Beirút til fjölda ára. Bæði frá Sýrlandi og Palestínu þannig að ástandið í landinu var fyrir mjög slæmt og ekki bætti þessi sprenging í það,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Um 300 manns misstu heimili sín og er Rauði krossin á Íslandi tilbúinn til að fara út og veita aðstoð, verði óskað eftir því. „Það hefur ekki verið send út beiðni til hreyfingarinnar að senda fólk á staðinn en það sem við erum að gera auk annarra Rauða kross hreyfinga í heiminum er að senda fjármuni,“ sagði Kristín. 158 manns hið minnsta fórust í sprengingunni.EPA Neyðarsöfnun hefur verið hrint af stað og hafa safnast rúmlega tólf milljónir. Þar af komu átta milljónir frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsti áfangi var rústabjörgun og er honum lokið. Nú vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Líbanon að því að veita fólki fæði, klæði og húsnæði. „Þeir virðast vera með nægan mannskap. Það hefur vantað frekar lækningatæki, lyf og fleira,“ sagði Kristín. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga og hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu. Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad - tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab sagðist í gær ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. „Á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn legg ég fram frumvarp sem kveður á um að flýta kosningum. Örvænting okkar er mikil,“ Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon. Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir stöðuna úti skelfilega. „Þriðjungur íbúa Líbanon er flóttafólk sem hefur búið í Beirút til fjölda ára. Bæði frá Sýrlandi og Palestínu þannig að ástandið í landinu var fyrir mjög slæmt og ekki bætti þessi sprenging í það,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Um 300 manns misstu heimili sín og er Rauði krossin á Íslandi tilbúinn til að fara út og veita aðstoð, verði óskað eftir því. „Það hefur ekki verið send út beiðni til hreyfingarinnar að senda fólk á staðinn en það sem við erum að gera auk annarra Rauða kross hreyfinga í heiminum er að senda fjármuni,“ sagði Kristín. 158 manns hið minnsta fórust í sprengingunni.EPA Neyðarsöfnun hefur verið hrint af stað og hafa safnast rúmlega tólf milljónir. Þar af komu átta milljónir frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsti áfangi var rústabjörgun og er honum lokið. Nú vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Líbanon að því að veita fólki fæði, klæði og húsnæði. „Þeir virðast vera með nægan mannskap. Það hefur vantað frekar lækningatæki, lyf og fleira,“ sagði Kristín. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga og hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu. Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad - tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab sagðist í gær ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. „Á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn legg ég fram frumvarp sem kveður á um að flýta kosningum. Örvænting okkar er mikil,“ Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon.
Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46
Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14
Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28
Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15