Heimir með Suárez í sigtinu Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 10:45 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Það er ekki bara David Beckham sem hefur hug á að fá Luis Suárez frá Barcelona því úrúgvæski markahrókurinn er nú orðaður við Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í Katar. Það er Mitch Freeley, fréttamaður beIN Sports í Katar, sem greinir frá áhuga Al Arabi. Hann segir ljóst að það sé þó langur vegur á milli þess að sýna áhuga og þess að fá leikmanninn, en bendir á að annað félag í Katar, Al-Duhail, hafi haft efni á króatíska framherjanum Mario Mandzukic. Offt! Been reliably told that Al Arabi are interested in signing Luis Suarez. Although actually getting the Uruguayan would be a different matter. Would be a hell of a coup for the dream team! pic.twitter.com/agcHiJTE7B— Mitch Freeley (@mitchos) August 9, 2020 Komi Suárez til Al Arabi gæti hann orðið liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson. Samningur Arons við félagið gildir til 30. júní á næsta ári. Suárez á sömuleiðis eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en spænskir miðlar hafa þó greint frá því að spili hann að lágmarki 60% leikja á næstu leiktíð framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur greint frá því að hið nýja bandaríska félag Inter Miami, sem er að hluta í eigu Beckham, hafi þegar gert Suárez tilboð. Barcelona muni vilja losna við Suárez til að hafa efni á því að fá Lautaro Martinez frá hinu ítalska Inter liði. Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur á sinni sjöttu leiktíð með Barcelona eftir komuna frá Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni þar sem Barcelona mætir Bayern München í sannkölluðum stórleik á föstudagskvöld. Katar Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Það er ekki bara David Beckham sem hefur hug á að fá Luis Suárez frá Barcelona því úrúgvæski markahrókurinn er nú orðaður við Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í Katar. Það er Mitch Freeley, fréttamaður beIN Sports í Katar, sem greinir frá áhuga Al Arabi. Hann segir ljóst að það sé þó langur vegur á milli þess að sýna áhuga og þess að fá leikmanninn, en bendir á að annað félag í Katar, Al-Duhail, hafi haft efni á króatíska framherjanum Mario Mandzukic. Offt! Been reliably told that Al Arabi are interested in signing Luis Suarez. Although actually getting the Uruguayan would be a different matter. Would be a hell of a coup for the dream team! pic.twitter.com/agcHiJTE7B— Mitch Freeley (@mitchos) August 9, 2020 Komi Suárez til Al Arabi gæti hann orðið liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson. Samningur Arons við félagið gildir til 30. júní á næsta ári. Suárez á sömuleiðis eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en spænskir miðlar hafa þó greint frá því að spili hann að lágmarki 60% leikja á næstu leiktíð framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur greint frá því að hið nýja bandaríska félag Inter Miami, sem er að hluta í eigu Beckham, hafi þegar gert Suárez tilboð. Barcelona muni vilja losna við Suárez til að hafa efni á því að fá Lautaro Martinez frá hinu ítalska Inter liði. Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur á sinni sjöttu leiktíð með Barcelona eftir komuna frá Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni þar sem Barcelona mætir Bayern München í sannkölluðum stórleik á föstudagskvöld.
Katar Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira