„Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 15:14 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira