Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Vísir/Getty Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við. Góðu ráðin Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við.
Góðu ráðin Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira