Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:39 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent