Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 13:14 Helgi Seljan Sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. Hann segir að ummæli hans sem heyra má í þættinum um að átt hafi verið við tiltekið skjal sé sundurklippt og vísi þau einungis til þess að hann hafi afmáð persónugreinanlegar upplýsingar sem vísað hefðu getað á heimildarmann hans. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birtir fyrir hönd Helga segir að það sé ekki bara „rangt, heldur einkar bíræfið“ hvernig því sé haldið að fram umrætt skjal, skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sé fölsuð. „Skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sem sýndi að Samherji seldi fyrirtækjum sínum þar í landi afla eigin skipa á lægra verði en gerðist og gekk í viðskiptum annarra, var sannarlega til og gerð af Verðlagsstofu skiptaverðs. Eins og fram kom í Kastljósi, þegar vitnað var til hennar og hún sýnd,“ segir Helgi. Í þætti Samherja, sem ber heitið Skýrslan sem aldrei varð, er vísað til samskipta við starfsmann Verðlagsnefndar þar sem útgerðarfélagið telur sig hafa fengið staðfestingu á því að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. „Það, hvers vegna núverandi starfsmaður Verðlagsstofu hafnar því núna, 8 árum eftir birtingu þess í sjónvarpi, að það hafi verið gert, er með nokkrum ólíkindum, þó ekki sé fastar að orði kveðið. Skjalið var sannarlega gert af þáverandi forstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs, og lagt fram í Úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna. Það var jafnframt tilefni athugasemda Verðlagsstofu við Samherja, rannsókn, eins og það var orðað af Verðlagsstofu sjálfri. Rétt eins og núverandi forstjóri Verðlagsstofu staðfestir í raun í þessum samskiptum sínum við Samherja, nú í apríl,“ segir Helgi. Í þættinum má heyra upptöku sem Jón Óttar Ólafsson, sem Samherji segist hafa fengið til að rannsaka mál sem tengjast fyrirtækinu, tók upp á fundi með Helga árið 2014. Segir Helgi að þessi upptaka, eins og hún birtist í þættinum sé sundurklippt. „Sundurklippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru persónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla söguna um raunverulegan tilgang þessarar myndbandagerðar Þorsteins Más og félaga,“ segir Helgi. Þá segir hann það rangt að Kastljós hafi ekki gengið úr skugga um hvaðan og hvers eðlis skýrslan var, jafnvel þótt Verðlagsstofan hafi ekki viljað staðfesta neitt opinberlega. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Í yfirlýsingunni, sem lesa má hér að neðan og snertir á flestu því sem kom fram í þættinum, segir Helgi að tilgangur þáttarins sé augljós. „Að reyna að hafa af blaðamönnum æruna með atvinnurógi af versta tagi og það sem skiptir jafnvel meira máli - að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd að Þorsteinn Már Baldvinsson og starfsmenn hans sæta nú rannsókn í stóru sakamáli og hafa til þessa ekki svarað lykilspurningum um framferði fyrirtækisins á erlendri grund.“ Í dag voru sett ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn. Í stuttu máli er ekkert hæft í...Posted by Thora Arnorsdottir on Þriðjudagur, 11. ágúst 2020 Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. Hann segir að ummæli hans sem heyra má í þættinum um að átt hafi verið við tiltekið skjal sé sundurklippt og vísi þau einungis til þess að hann hafi afmáð persónugreinanlegar upplýsingar sem vísað hefðu getað á heimildarmann hans. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birtir fyrir hönd Helga segir að það sé ekki bara „rangt, heldur einkar bíræfið“ hvernig því sé haldið að fram umrætt skjal, skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sé fölsuð. „Skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sem sýndi að Samherji seldi fyrirtækjum sínum þar í landi afla eigin skipa á lægra verði en gerðist og gekk í viðskiptum annarra, var sannarlega til og gerð af Verðlagsstofu skiptaverðs. Eins og fram kom í Kastljósi, þegar vitnað var til hennar og hún sýnd,“ segir Helgi. Í þætti Samherja, sem ber heitið Skýrslan sem aldrei varð, er vísað til samskipta við starfsmann Verðlagsnefndar þar sem útgerðarfélagið telur sig hafa fengið staðfestingu á því að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. „Það, hvers vegna núverandi starfsmaður Verðlagsstofu hafnar því núna, 8 árum eftir birtingu þess í sjónvarpi, að það hafi verið gert, er með nokkrum ólíkindum, þó ekki sé fastar að orði kveðið. Skjalið var sannarlega gert af þáverandi forstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs, og lagt fram í Úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna. Það var jafnframt tilefni athugasemda Verðlagsstofu við Samherja, rannsókn, eins og það var orðað af Verðlagsstofu sjálfri. Rétt eins og núverandi forstjóri Verðlagsstofu staðfestir í raun í þessum samskiptum sínum við Samherja, nú í apríl,“ segir Helgi. Í þættinum má heyra upptöku sem Jón Óttar Ólafsson, sem Samherji segist hafa fengið til að rannsaka mál sem tengjast fyrirtækinu, tók upp á fundi með Helga árið 2014. Segir Helgi að þessi upptaka, eins og hún birtist í þættinum sé sundurklippt. „Sundurklippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru persónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla söguna um raunverulegan tilgang þessarar myndbandagerðar Þorsteins Más og félaga,“ segir Helgi. Þá segir hann það rangt að Kastljós hafi ekki gengið úr skugga um hvaðan og hvers eðlis skýrslan var, jafnvel þótt Verðlagsstofan hafi ekki viljað staðfesta neitt opinberlega. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Í yfirlýsingunni, sem lesa má hér að neðan og snertir á flestu því sem kom fram í þættinum, segir Helgi að tilgangur þáttarins sé augljós. „Að reyna að hafa af blaðamönnum æruna með atvinnurógi af versta tagi og það sem skiptir jafnvel meira máli - að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd að Þorsteinn Már Baldvinsson og starfsmenn hans sæta nú rannsókn í stóru sakamáli og hafa til þessa ekki svarað lykilspurningum um framferði fyrirtækisins á erlendri grund.“ Í dag voru sett ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn. Í stuttu máli er ekkert hæft í...Posted by Thora Arnorsdottir on Þriðjudagur, 11. ágúst 2020
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31
Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03