Svona er dularfulla draugahljóðið sem plagar Akureyringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Undarlegt hljóð plagar suma íbúa Akureyrar. Vísir/Vilhelm Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær. Akureyri Tónlist Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær.
Akureyri Tónlist Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira