Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 15:15 Verðlagsstofan hefur sent frá sér yfirlýsingu. Vísir/Vilhelm Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar Hin meinta skýrsla hefur mjög verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að útgerðarfélagið Samherji birti netþáttinn „Skýrslan sem var aldrei gerð“. Þar var fréttamaðurinn Helgi Seljan sakaður um að hafa falsað skýrslu Verðlagsstofu sem Helgi og Kastljós byggðu á við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Excel-skjal en ekki sérstök skýrsla Nú hefur Verðlagsstofa stigið fram og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að rétt sé að fram komi að Verðlagsstofan hafi tekið saman upplýsingar um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá nefndinni. „Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða,“ segir í yfirlýsingu Verðlagsstofu. Í þætti Samherja sem birtur var í gær vísaði félagið til þess að það hafi fengið staðfest frá Verðlagsstofu og skriflegu svari þar frá í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem sátu báðir í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna segjast hins vegar báðir séð þau gögn sem vitnað var til í Kastljósi árið 2012. Yfirlýsingin frá Verðlagsstofu skiptaverðs í heild sinni „Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd. Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs Samkvæmt lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna nr. 13/1998 hefur Verðlagsstofa það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Verði Verðlagsstofa vör við misræmi og telji skýringar útgerðar ófullnægjandi getur hún skotið málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Til úrskurðarnefndarinnar skulu fylgja öll gögn sem Verðlagsstofa hefur aflað um uppgjör á aflahlut áhafnar skips svo og nauðsynlegar upplýsingar um verðlagningu sambærilegs afla í hliðstæðum viðskiptum. Trúnaður Þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn, sbr. 17. gr. laga nr. 13/1998, og eru starfsmenn Verðlagsstofu, sem og nefndarmenn úrskurðarnefndar, bundin þagnarskyldu. Starfsmenn Verðlagsstofu og nefndarmenn úrskurðarnefndar geta þar af leiðandi ekki tjáð sig um einstaka mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni né þau gögn sem heyra þar undir.“ Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar Hin meinta skýrsla hefur mjög verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að útgerðarfélagið Samherji birti netþáttinn „Skýrslan sem var aldrei gerð“. Þar var fréttamaðurinn Helgi Seljan sakaður um að hafa falsað skýrslu Verðlagsstofu sem Helgi og Kastljós byggðu á við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Excel-skjal en ekki sérstök skýrsla Nú hefur Verðlagsstofa stigið fram og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að rétt sé að fram komi að Verðlagsstofan hafi tekið saman upplýsingar um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá nefndinni. „Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða,“ segir í yfirlýsingu Verðlagsstofu. Í þætti Samherja sem birtur var í gær vísaði félagið til þess að það hafi fengið staðfest frá Verðlagsstofu og skriflegu svari þar frá í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem sátu báðir í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna segjast hins vegar báðir séð þau gögn sem vitnað var til í Kastljósi árið 2012. Yfirlýsingin frá Verðlagsstofu skiptaverðs í heild sinni „Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd. Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs Samkvæmt lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna nr. 13/1998 hefur Verðlagsstofa það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Verði Verðlagsstofa vör við misræmi og telji skýringar útgerðar ófullnægjandi getur hún skotið málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Til úrskurðarnefndarinnar skulu fylgja öll gögn sem Verðlagsstofa hefur aflað um uppgjör á aflahlut áhafnar skips svo og nauðsynlegar upplýsingar um verðlagningu sambærilegs afla í hliðstæðum viðskiptum. Trúnaður Þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn, sbr. 17. gr. laga nr. 13/1998, og eru starfsmenn Verðlagsstofu, sem og nefndarmenn úrskurðarnefndar, bundin þagnarskyldu. Starfsmenn Verðlagsstofu og nefndarmenn úrskurðarnefndar geta þar af leiðandi ekki tjáð sig um einstaka mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni né þau gögn sem heyra þar undir.“
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26
„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49
Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47