Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi með eins metra reglunni Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“ Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02
„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30