Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi með eins metra reglunni Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“ Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02
„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30