Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33
Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21