Kalla eftir ábendingum frá næmum Akureyringum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 21:11 Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta. Akureyri Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta.
Akureyri Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira