Arsene Wenger er sagður hafa hafnað þjálfarastarfinu hjá Barcelona. Franski miðillinn Le 10 Sport greinir frá.
Wenger yfirgaf Arsenal árið 2018 eftir 22 ára veru á Highbury og Emirates-leikvöngunum og hefur ekki þjálfað síðan.
Hann hefur verið í starfi hjá FIFA en hann er sagður hafa hafnað því að taka við Barcelona-liðinu af Quique Setien.
Barcelona hefur verið í smá vandræðum á þessari leiktíð. Liðið endaði í 2. sæti spænsku deildarinnar og það gekk mikið á.
Wenger á að hafa rætt við forráðamenn Barcelona og sýnt starfinu áhuga en á endanum er hann sagður hafa sagt nei.
Á föstudaginn spilar Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeir mæta þýsku meisturnum í Bayern Munchen.
Arsene Wenger turned down a recent approach to coach Barcelona, according to Le10 Sport pic.twitter.com/xdvK7V5Kz1
— Goal (@goal) August 13, 2020