Þeir hörðustu ætla hvorki að styðja né syngja fyrir nýjasta samherja Ragnars Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2020 14:00 Kamil Wilczek í treyju FCK. mynd/fck.dk Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars. Danski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars.
Danski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira