Taka stöðuna á Eurovision í apríl Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 10:48 Eurovision fer fram í maí ef aðstæður leyfa. Vísir/Getty Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31
Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26