Innlent

Nú­verandi meiri­hluti fengi rúman meiri­hluta

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Oddvitar flokkanna í borgarstjórnarkosningum í kosningasjónvarpiStöðvar 2 árið 2018.
Oddvitar flokkanna í borgarstjórnarkosningum í kosningasjónvarpiStöðvar 2 árið 2018. Vísir/Vilhelm

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur borgarinnar en hann missir hins vegar mikið fylgi miðað við síðustu kosningaúrslit, fer úr 30,8 prósenta fylgi og niður í 23,4 prósent.

Samfylkingin, flokkur Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, missir einnig fylgi og mælist nú með 19,4 prósent en fékk tæp 26 prósent í síðustu kosningum.

Hinir þrír flokkarnir í núverandi meirihluta, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bæta hins vegar miklu við sig. Píratar rúmlega tvöfalda fylgi sitt og mælast með tæp 16 prósent og VG gera enn betur og fara úr 4,6 prósentum í 11,4 prósent.

Sósíalistaflokkurinn bætir aðeins við sig og Miðflokkurinn dalar. Flokkur fólksins dalar einnig og Framsóknarflokkurinn, sem ekki náði inn manni síðast, myndi heldur ekki gera það í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×