Allt of margir hafa smitast af veirunni á djamminu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 09:13 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að allt of margir hafi smitast af kórónuveirunni á djamminu. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu. Fólk verði að hægja á sér og fara varlegar þegar áfengi er haft um hönd. „Við erum búin að sjá allt of mörg tilfelli í smitrakningunni að eina sameiginlega tenging aðila er djammið. Og við skulum taka það skýrt fram, það eru ekki bara skemmtistaðirnir, það eru líka heimapartýin, einkasamkvæmi og annað slíkt, þannig það er alls ekki þannig að allir skemmtistaðir hafi verið einhverjar gróðrastíur fyrir þessa veiru, alls ekki,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Staðreyndin sé sú að bæði hér á landi og annars staðar hafi margir smitast þegar áfengi er haft um hönd. „Þegar búið er að hafa áfengi um hönd slaknar á okkar vörnum og slaknar á því hvernig við viljum hegða okkur gagnvart þessu.“ Fréttir bárust af því í morgun að skemmtistaðurinn b5 hafi þurft að segja upp öllum sínum starfsmönnum vegna rekstrarvandræða. Engar tekjur hafi komið inn síðan í mars nánast og rekstrarstaða fyrirtækisins væri afar slæm. Í vor þegar loka þurfti skemmtistöðum settu eigendur b5 upp skilti í gluggana sem á stóð: Flöskuborð á b5?...þegar Víðir leyfir. „Þetta eru menn með húmor þó þeir séu í hörmulegri aðstöðu, hugsið ykkur að vera í svona rekstri og svo koma þessar aðstæður og þá er algjörlega öllu kippt undan þeim, þetta er náttúrulega alveg hörmung fyrir þetta fólk sem stendur þarna á bak við,“ segir Víðir. „Við erum öll í sama liðinu og það er bara einn óvinur og það er þessi veira en auðvitað snertir hún hópa misjafnlega og mönnum finnst misjafnlega þrengt að sér og það er það auðvitað. Það er þannig að sumir hafa heimild til að gera meira en aðrir, því miður,“ segir Víðir. „Við höfum verið að reyna að stýra þessu með þeim hætti að reyna að leyfa sem mest en öðru hefur verið settar þrengri skorður.“ „Menn misstíga sig og það er hluti af lærdómsferli“ Lögreglan hefur síðustu vikuna farið í heimsóknir á skemmtistaði og veitingastaði til að fylgjast með hvernig gangi að fylgja sóttvarnareglum. Víðir segir flesta hafa staðið sig með ágætum og hafa tekið vel við ábendingum þegar þær hafi verið gerðar. „Ég held að, eins og er bara búið að vera síðan við byrjuðum á þessu, að það eru allir að læra alltaf eitthvað og við notuðum tækifærið í þessari umræðu sem fór af stað, fórum aðeins og kíktum á þessa staði og eins og fram kom kom ekki vel út um síðustu helgi en við höfum síðan notað vikuna, og lögreglan víða um landið, hefur verið að heimsækja þessa rekstraraðila og hjálpa þeim,“ segir Víðir. „Þetta snýst auðvitað bara um að læra og gera vel og það er enginn þarna úti, eða þeir eru að minnsta kosti mjög fáir, sem segja: „Nú ætla ég að brjóta allar reglurnar og mér er alveg sama og ég ætla að dreifa þessari veiru,“ það er enginn þar. En menn auðvitað misstíga sig og það er bara hluti af svona lærdómsferli.“ Margir hafi fengið góðar leiðbeiningar og lögreglan hafi einnig fengið ábendingar um hvað það væri sem erfiðast væri að fylgja eftir. Það sem mestu máli skipti sé að búa til nóg pláss fyrir það fólk sem hleypa á inn og ekki hleypa fleirum inn en rekstraraðilar ráða við. „Ég held að flestir séu búnir að setja sig í stellingar fyrir helgina. Nú er að koma helgi, það er föstudagur, og það er vonandi bara að flestri geti gert sér glaðan dag um helgina en það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr, ekki öskursyngja upp í næsta mann en við þurfum líka að geta glaðst. Við verðum bara að finna réttu leiðina,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. 13. ágúst 2020 20:00 Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi 11. ágúst 2020 06:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu. Fólk verði að hægja á sér og fara varlegar þegar áfengi er haft um hönd. „Við erum búin að sjá allt of mörg tilfelli í smitrakningunni að eina sameiginlega tenging aðila er djammið. Og við skulum taka það skýrt fram, það eru ekki bara skemmtistaðirnir, það eru líka heimapartýin, einkasamkvæmi og annað slíkt, þannig það er alls ekki þannig að allir skemmtistaðir hafi verið einhverjar gróðrastíur fyrir þessa veiru, alls ekki,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Staðreyndin sé sú að bæði hér á landi og annars staðar hafi margir smitast þegar áfengi er haft um hönd. „Þegar búið er að hafa áfengi um hönd slaknar á okkar vörnum og slaknar á því hvernig við viljum hegða okkur gagnvart þessu.“ Fréttir bárust af því í morgun að skemmtistaðurinn b5 hafi þurft að segja upp öllum sínum starfsmönnum vegna rekstrarvandræða. Engar tekjur hafi komið inn síðan í mars nánast og rekstrarstaða fyrirtækisins væri afar slæm. Í vor þegar loka þurfti skemmtistöðum settu eigendur b5 upp skilti í gluggana sem á stóð: Flöskuborð á b5?...þegar Víðir leyfir. „Þetta eru menn með húmor þó þeir séu í hörmulegri aðstöðu, hugsið ykkur að vera í svona rekstri og svo koma þessar aðstæður og þá er algjörlega öllu kippt undan þeim, þetta er náttúrulega alveg hörmung fyrir þetta fólk sem stendur þarna á bak við,“ segir Víðir. „Við erum öll í sama liðinu og það er bara einn óvinur og það er þessi veira en auðvitað snertir hún hópa misjafnlega og mönnum finnst misjafnlega þrengt að sér og það er það auðvitað. Það er þannig að sumir hafa heimild til að gera meira en aðrir, því miður,“ segir Víðir. „Við höfum verið að reyna að stýra þessu með þeim hætti að reyna að leyfa sem mest en öðru hefur verið settar þrengri skorður.“ „Menn misstíga sig og það er hluti af lærdómsferli“ Lögreglan hefur síðustu vikuna farið í heimsóknir á skemmtistaði og veitingastaði til að fylgjast með hvernig gangi að fylgja sóttvarnareglum. Víðir segir flesta hafa staðið sig með ágætum og hafa tekið vel við ábendingum þegar þær hafi verið gerðar. „Ég held að, eins og er bara búið að vera síðan við byrjuðum á þessu, að það eru allir að læra alltaf eitthvað og við notuðum tækifærið í þessari umræðu sem fór af stað, fórum aðeins og kíktum á þessa staði og eins og fram kom kom ekki vel út um síðustu helgi en við höfum síðan notað vikuna, og lögreglan víða um landið, hefur verið að heimsækja þessa rekstraraðila og hjálpa þeim,“ segir Víðir. „Þetta snýst auðvitað bara um að læra og gera vel og það er enginn þarna úti, eða þeir eru að minnsta kosti mjög fáir, sem segja: „Nú ætla ég að brjóta allar reglurnar og mér er alveg sama og ég ætla að dreifa þessari veiru,“ það er enginn þar. En menn auðvitað misstíga sig og það er bara hluti af svona lærdómsferli.“ Margir hafi fengið góðar leiðbeiningar og lögreglan hafi einnig fengið ábendingar um hvað það væri sem erfiðast væri að fylgja eftir. Það sem mestu máli skipti sé að búa til nóg pláss fyrir það fólk sem hleypa á inn og ekki hleypa fleirum inn en rekstraraðilar ráða við. „Ég held að flestir séu búnir að setja sig í stellingar fyrir helgina. Nú er að koma helgi, það er föstudagur, og það er vonandi bara að flestri geti gert sér glaðan dag um helgina en það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr, ekki öskursyngja upp í næsta mann en við þurfum líka að geta glaðst. Við verðum bara að finna réttu leiðina,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. 13. ágúst 2020 20:00 Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi 11. ágúst 2020 06:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35
Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. 13. ágúst 2020 20:00
Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi 11. ágúst 2020 06:34