Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Bandarískir leyniþjónustumenn telja að Íranar hafi skotið niður úkraínsku flugvélina sem hrapaði fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að 176 fórust.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innanlandsflug lá niðri og mikil röskun varð á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli í dag vegna óveðurs. Dimmir éljabakkar settu svip sinn á umferðina á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við ferðamálaráðherra um atvikið á Langjökli. Hún bíður svara um hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja.

Einnig verður fjallað um gríðarlega fjölgun barna með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar og verðmætasta olíuvinnslusvæði Noregs sem tekið  var í notkun í vikunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×