Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2020 13:43 Fjármál Reykjanesbæjar virðast á uppleið samkvæmt niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“ Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“
Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00
Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00