Jóna María skellir í lás í Bæjarlindinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 07:35 Jóna María hefur verið liðtæk á samfélagsmiðlum verslunar sinnar og klæddist gjarnan eigin hönnun og vörum - og birti á Facebook, líkt og sjá má hér til vinstri. Samsett/Jóna María Design/ja.is Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur. Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur.
Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira