Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. janúar 2020 12:32 Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira