NBA stjarna sér eftir því að hafa hegðað sér eins og þrettán ára strákur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 18:00 Kevin Love í leik með Cleveland Cavaliers en samningur hans rennur ekki út fyrr en sumarið 2022. Getty/ Jason Miller Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Love er orðinn mjög pirraður á ástandinu hjá Cleveland Cavaliers en fyrr í vetur komu fréttir af því að félagið var að skoða það að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni. Ekkert hefur orðið að þeim skiptum ennþá og það gengur lítið hjá liði Cleveland Cavaliers inn á vellinum. Pirringur Love og slæmt gengi var greinilega farið að hafa mikil áhrif á leikmanninn. Kevin Love brann síðan tvisvar sinnum yfir á dögunum, fyrst á bekknum í leik í Toronto og svo í tapi á móti Oklahoma City Thunder á sunnudaginn. Hann reifst líka við framkvæmdastjóri Cavaliers, Koby Altman, fyrir Thunder leikinn. Kevin Love apologized for his recent "childish" outbursts. pic.twitter.com/ARpP6S8ufM— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 7, 2020 Í leiknum sjálfum veifaði Love margoft höndunum til að sýna óánægju sína með liðsfélagana, snéri síðan baki í andstæðing í varnarleiknum og henti boltanum í liðsfélaga. Kevin Love baðst afsökunar á hegðun sinni fyrir leikinn á móti Detorit Pistons í nótt þar sem Love var með 30 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 80 prósent skotnýtingu (12 af 15) en lið hans tapaði enn einum leiknum. in one week Kevin Love got fined for talking shit, dared GM to do it again bc he's too rich to care, posted a cryptic IG Joker pic, threw a tantrum in front of coach, then pledged loyalty to his teammates. this trade demand rules we are so close to him scoring on his own basket.— Rob Perez (@WorldWideWob) January 5, 2020 „Ég hegðaði mér ekki eins og 31 árs karlmaður heldur eins og 13 ára krakki. Þetta skrifast bara á mig,“ sagði Kevin Love. Kevin Love appeared to be visibly frustrated with Collin Sexton. pic.twitter.com/NKA02hBOt4— SportsCenter (@SportsCenter) January 5, 2020 Kevin Love vildi ekki gera mikið úr rifrildinu við Koby Altman og segir að það sé allt í góðu á milli þeirra. Þeir hafi ekki verið að öskra á hvorn annan heldur aðeins rætt málin af hreinskilni. Skömmu eftir að LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers sumarið 2018 þá skrifaði Kevin Love nýjan fjögurra ára samning sem skilaði honum 120 milljónum dollara eða 14,8 milljörðum íslenskra króna. Love segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir þennan samning og segist hafa alla tíð viljað vera hjá Cleveland Cavaliers. Hann talaði einnig um að það gæti eitthvað gerst á næstu vikum en menn verði bara að bíða og sjá Love hefur einnig rætt áður opinberlega um baráttu sína við þunglyndi. Kevin Love was fined $1,000 by the Cavs for this outburst on the bench, per @ShamsCharania Kevin Love reportedly told Cavs GM Koby Altman, “Go ahead. I have plenty of money.” after Altman threatened to fine him last season after a similar outburst.pic.twitter.com/4StYaWJIbq— NBA Central (@TheNBACentral) January 5, 2020 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Love er orðinn mjög pirraður á ástandinu hjá Cleveland Cavaliers en fyrr í vetur komu fréttir af því að félagið var að skoða það að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni. Ekkert hefur orðið að þeim skiptum ennþá og það gengur lítið hjá liði Cleveland Cavaliers inn á vellinum. Pirringur Love og slæmt gengi var greinilega farið að hafa mikil áhrif á leikmanninn. Kevin Love brann síðan tvisvar sinnum yfir á dögunum, fyrst á bekknum í leik í Toronto og svo í tapi á móti Oklahoma City Thunder á sunnudaginn. Hann reifst líka við framkvæmdastjóri Cavaliers, Koby Altman, fyrir Thunder leikinn. Kevin Love apologized for his recent "childish" outbursts. pic.twitter.com/ARpP6S8ufM— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 7, 2020 Í leiknum sjálfum veifaði Love margoft höndunum til að sýna óánægju sína með liðsfélagana, snéri síðan baki í andstæðing í varnarleiknum og henti boltanum í liðsfélaga. Kevin Love baðst afsökunar á hegðun sinni fyrir leikinn á móti Detorit Pistons í nótt þar sem Love var með 30 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 80 prósent skotnýtingu (12 af 15) en lið hans tapaði enn einum leiknum. in one week Kevin Love got fined for talking shit, dared GM to do it again bc he's too rich to care, posted a cryptic IG Joker pic, threw a tantrum in front of coach, then pledged loyalty to his teammates. this trade demand rules we are so close to him scoring on his own basket.— Rob Perez (@WorldWideWob) January 5, 2020 „Ég hegðaði mér ekki eins og 31 árs karlmaður heldur eins og 13 ára krakki. Þetta skrifast bara á mig,“ sagði Kevin Love. Kevin Love appeared to be visibly frustrated with Collin Sexton. pic.twitter.com/NKA02hBOt4— SportsCenter (@SportsCenter) January 5, 2020 Kevin Love vildi ekki gera mikið úr rifrildinu við Koby Altman og segir að það sé allt í góðu á milli þeirra. Þeir hafi ekki verið að öskra á hvorn annan heldur aðeins rætt málin af hreinskilni. Skömmu eftir að LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers sumarið 2018 þá skrifaði Kevin Love nýjan fjögurra ára samning sem skilaði honum 120 milljónum dollara eða 14,8 milljörðum íslenskra króna. Love segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir þennan samning og segist hafa alla tíð viljað vera hjá Cleveland Cavaliers. Hann talaði einnig um að það gæti eitthvað gerst á næstu vikum en menn verði bara að bíða og sjá Love hefur einnig rætt áður opinberlega um baráttu sína við þunglyndi. Kevin Love was fined $1,000 by the Cavs for this outburst on the bench, per @ShamsCharania Kevin Love reportedly told Cavs GM Koby Altman, “Go ahead. I have plenty of money.” after Altman threatened to fine him last season after a similar outburst.pic.twitter.com/4StYaWJIbq— NBA Central (@TheNBACentral) January 5, 2020
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira