Lewandowski talar vel um Klopp: Þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 08:00 Robert Lewandowski og Jürgen Klopp eftir að Liverpool sló Bayern München út úr Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Chris Brunskill Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira