Héraðið keppir um stór peningaverðlaun í Svíþjóð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 14:45 Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. mynd/margrét seema Takyar Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljón íslenskra króna. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Héraðsins. Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back. Nú þegar er ljóst að leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann til Golden Globe verðlauna nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár. Tvisvar sinnum hefur íslensk mynd unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003). „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson. Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september sl. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljón íslenskra króna. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Héraðsins. Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back. Nú þegar er ljóst að leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann til Golden Globe verðlauna nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár. Tvisvar sinnum hefur íslensk mynd unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003). „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson. Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september sl. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira