Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 10:06 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Baldur Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Ólínu Þorvarðardóttur verið dæmdar bætur í tengslum við umsókn hennar um stöðu Þjóðgarðsvarðar. Upphæðin nemur 20 milljónum króna en í nýjum pistli segir Ólína að eftir skatta sé sú upphæð sem í hennar hlut komi 13 milljónir króna. Hún segir upphæðina miðast við eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar. „Kæru vinir. Í gær varð opinber niðurstaða sem náðst hefur varðandi bótagreiðslu til mín vegna ráðningar í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum fyrir rúmu ári. Um er að ræða eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar - eftir skatta er upphæðin sem fellur í minn hlut um 13 mkr. Hjá þessum fjárútlátum hefði mátt komast ef eðlilegar starfsaðferðir hefðu verið viðhafðar í ráðningarferlinu, sem var því miður ekki,“ segir Ólína. Þingvallanefnd brotlegi aðilinn í málinu Hún segir jafnframt að hún hafi átt þess kost að taka málið fyrir dóm en ákvað að taka sáttatilboði ríkislögmanns. „Ríkið leggur alltaf ískalt mat á stöðu sína og ég þykist vita að ef ríkið hefði talið sig eiga góða von um að hrinda af sér málsókninni hefðu þessar bætur ekki staðið til boða. Öxará í klakaböndum.visir/vilhelm Þingvallanefnd sem er brotlegi aðilinn í málinu mun þó ekki borga brúsann. Það gera skattgreiðendur. Í fréttum hefur komið fram að fjárgreiðslan verði ekki dregin af nefndinni, heldur muni hún koma beint úr ríkiskassanum.“ Hefði mátt komast hjá þessu Ólína segir að sá reikningur hefði aldrei komið til hefðu hinir kjörnu fulltrúar sem skipa meirihluta Þingvallanefndar vandað verk sín betur og/eða gengist við ábyrgð sinni þegar ljóst varð að þeir höfðu brotið lög. Formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, kaus að tjá sig ekki við fréttastofu þegar falast var eftir viðtali við hann í gær vegna málsins. „Það á ekki að vera ódýrt fyrir hið opinbera að brjóta á einstaklingi - en það á auðvitað ekki að gerast. Hjá öllu þessu hefði mátt komast ... jafnvel bara ein afsökunarbeiðni hefði getað lækkað þennan reikning töluvert. Og hefði formaður nefndarinnar séð sóma sinn í að axla ábyrgð og segja af sér formennsku eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði s.l. vor að brotið hefði verið á mér, þá hefði sú gjörð jafnvel afmáð þennan reikning með öllu. Hvorugt gerðist.“ Ólína segir að síðustu mánuðir hafi tekið á en hún vill nú reyna að gleyma því og vonar fyrir sína parta að málinu sé lokið. Einari þjóðgarðsverði, sem tekinn var fram yfir hana í umsóknarferlinu sem nú liggur fyrir að var brogað, óskar hún velfarnaðar í hans störfum. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Ólínu Þorvarðardóttur verið dæmdar bætur í tengslum við umsókn hennar um stöðu Þjóðgarðsvarðar. Upphæðin nemur 20 milljónum króna en í nýjum pistli segir Ólína að eftir skatta sé sú upphæð sem í hennar hlut komi 13 milljónir króna. Hún segir upphæðina miðast við eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar. „Kæru vinir. Í gær varð opinber niðurstaða sem náðst hefur varðandi bótagreiðslu til mín vegna ráðningar í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum fyrir rúmu ári. Um er að ræða eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar - eftir skatta er upphæðin sem fellur í minn hlut um 13 mkr. Hjá þessum fjárútlátum hefði mátt komast ef eðlilegar starfsaðferðir hefðu verið viðhafðar í ráðningarferlinu, sem var því miður ekki,“ segir Ólína. Þingvallanefnd brotlegi aðilinn í málinu Hún segir jafnframt að hún hafi átt þess kost að taka málið fyrir dóm en ákvað að taka sáttatilboði ríkislögmanns. „Ríkið leggur alltaf ískalt mat á stöðu sína og ég þykist vita að ef ríkið hefði talið sig eiga góða von um að hrinda af sér málsókninni hefðu þessar bætur ekki staðið til boða. Öxará í klakaböndum.visir/vilhelm Þingvallanefnd sem er brotlegi aðilinn í málinu mun þó ekki borga brúsann. Það gera skattgreiðendur. Í fréttum hefur komið fram að fjárgreiðslan verði ekki dregin af nefndinni, heldur muni hún koma beint úr ríkiskassanum.“ Hefði mátt komast hjá þessu Ólína segir að sá reikningur hefði aldrei komið til hefðu hinir kjörnu fulltrúar sem skipa meirihluta Þingvallanefndar vandað verk sín betur og/eða gengist við ábyrgð sinni þegar ljóst varð að þeir höfðu brotið lög. Formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, kaus að tjá sig ekki við fréttastofu þegar falast var eftir viðtali við hann í gær vegna málsins. „Það á ekki að vera ódýrt fyrir hið opinbera að brjóta á einstaklingi - en það á auðvitað ekki að gerast. Hjá öllu þessu hefði mátt komast ... jafnvel bara ein afsökunarbeiðni hefði getað lækkað þennan reikning töluvert. Og hefði formaður nefndarinnar séð sóma sinn í að axla ábyrgð og segja af sér formennsku eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði s.l. vor að brotið hefði verið á mér, þá hefði sú gjörð jafnvel afmáð þennan reikning með öllu. Hvorugt gerðist.“ Ólína segir að síðustu mánuðir hafi tekið á en hún vill nú reyna að gleyma því og vonar fyrir sína parta að málinu sé lokið. Einari þjóðgarðsverði, sem tekinn var fram yfir hana í umsóknarferlinu sem nú liggur fyrir að var brogað, óskar hún velfarnaðar í hans störfum.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30