Telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt til lengdar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 14:00 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“ Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira