Telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt til lengdar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 14:00 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“ Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira