Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Eiður Þór Árnason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 4. janúar 2020 11:24 Mynd frá vettvangi óhappsins í dag. aðsend Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15
Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38