Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 18:45 Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira