Erlent

Táningur lifði af 150 metra byltu niður þverbratta fjallshlíð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mt. Hood er hæsta fjall Oregon-ríkis, 3429 metra yfir sjávarmáli.
Mt. Hood er hæsta fjall Oregon-ríkis, 3429 metra yfir sjávarmáli. Mynd/Jason Butterfield

Hinn 16 ára gamli Gurbaz Singh má teljast heppinn að hafa aðeins fótbrotnað eftir að hann féll 150 niður bratta fjallshlíð á Mt. Hood fjalli í Oregon-ríki Bandaríkjanna á mánudaginn.

Singh er vanur fjallamennsku og var ferðin upp á fjallið nítugasta fjallaferðin hans. Að sögn faðir hans var Singh á ferð með vinum sínum er slysið varð.

Hópurinn var kominn upp á efsta hluta fjallsins, á svæði sem nefnist Pearly Gates, og er það síðasta sem þarf að klifra áður en komist upp er upp á topp fjallsins. Í umfjöllun Washington Post um slysið segir að svæðinu hafi verið líkt við það að klifra upp skorstein.

Singh var fremstur er hann missti fótanna og rann niður þverbratta fjallslhíð sem gengur undir nafninu Devil's Kitchen. Að sögn föður hans reyndi Singh að stöðva fallið með ísöxi, án árangurs. Varð ferð hans alltaf meiri og meiri þangað til að hann stöðvaðist, 150 metrum neðar.

Að sögn lögreglunnar á svæðinu hringdu ferðafélagar hans á neyðarlínuna og eftir margra klukkutíma björgunarstarf kom í ljós að Singh var aðeins fótbrotinn. Til marks um það hvað byltan var mikil var hjálmur hans í rúst.

Búist er við að Singh nái sér að fullu og segir faðir hans að hann geti ekki beðið eftir því að komast upp á tind fjallsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×