Allir farþegar í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:25 Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. vísir/einar Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40