Enginn uppgjafartónn í Vestfirðingum Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2020 23:09 Lilja og Guðmundur. Vísir/Einar „Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“ Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“
Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira