Ekki alltaf unnt að eyða hálku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2020 20:00 G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Skjáskot úr frétt Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira