Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Foreldrar ungrar konu sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglu telja lögreglumenn hafa farið offari þegar þeir handtóku hana. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en foreldrarnir segja að áverkar á dóttur þeirra sýni að gengið hafi verið allt of langt.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að Þjóðkirkjan hefur stofnað nýtt aðgerðarteymi, skipað óháðum einstaklingum, sem á að taka á öllum ofbeldismálum sem koma upp innan kirkjunnar. Rætt verður við formann teymisins sem segir að með þessu sýni kirkjan frumkvæði gegn ofbeldi. Þá verður rætt við næringarfræðing sem hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landsspítalanum, sé oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×