Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2020 19:15 Fjölmennt var í Hafnarfjarðarkirkju. Vísir/Sigurjón Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja. Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja.
Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
„Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27