Hættir að tala fyrir Apú í Simpson-fjölskyldunni Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 11:20 Stytta af persónu Apú úr Simpson-fjölskyldunni. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA Bíó og sjónvarp Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira