Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2020 16:46 Gummi brúnaþungur í dag. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni