Handbolti

Dönsku stuðnings­mennirnir reyna að selja Ís­lendingum miðana sína á milli­riðilinn

Anton Ingi Leifsson frá Kaupmannahöfn skrifar
Það er spurning hvort að þessir tveir hressu stuðningsmenn Dana hafi keypt miða á millirðilinn og séu nú að reyna koma þeim frá sér.
Það er spurning hvort að þessir tveir hressu stuðningsmenn Dana hafi keypt miða á millirðilinn og séu nú að reyna koma þeim frá sér. vísir/epa

Dönsku stuðningsmennirnir í handbolta virðast hafa verið nokkuð vissir um að sínir menn myndu þægilega komast áfram í milliriðil á EM í handbolta.

Þúsundir Dana höfðu fyrir mótið keypt miða á milliriðil tvö sem fer fram í Malmö en upp úr riðli Dana fóru Íslendingar og Ungverjar. Danirnir sátu eftir með sárt ennið.

Bæði TV 2 Sport og DR fjalla um það að margir Danir hafi átt miða á milliriðilinn en í frétt fyrrnefnda miðilsins segir að allt að tuttugu þúsund Danir höfðu tryggt sér miða á einn eða fleiri leiki í milliriðlinum.







Margar auglýsingar voru komarn inn á sölusíðuna Den Blå Avis en síðan svipar til síðna eins og Bland hér á Íslandi. Þar er selt allt milli himins og jarðar.

Það er ekki bara á dönskum síðum sem Danirnir reyna að komast af með miðanna því á Facebook-síðunni, Íslendingar í Kaupmannahöfn, má sjá margar auglýsingar.

Þar reyna Danirnir að koma miðunum til Íslendinganna sem eru komnir áfram og enda sölupóstarnir yfirleitt á sömu kveðjunni: „Til hamingju Ísland.“





Ísland spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðlinum er liðið mætir Slóveníu klukkan 15.00. Það verður spennandi að sjá hvernig mætingin verður á pallanna en eitt er víst; heims- og Ólympíumeistarar Dana eru úr leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×